Það er okkur ákaflega erfitt að kveðja okkar elskulegu Engilbjörtu, trausta og góða samstarfskonu og einstaka vinkonu sem er farin frá okkur langt fyrir aldur fram.
Engilbjört hóf störf hjá Invicta árið 2011, en hún var fyrsti starfsmaður félagsins og var hún þá jafnframt að byrja á nýjum starfsvettvangi. Hún var fljót að tileinka sér góð vinnubrögð og leysti verkefni sem henni voru falin af stakri fagmennsku. Samstarfsfólk hennar sem og viðskiptavinir vissu að allt sem frá henni kom var vel unnið og áreiðanlegt.
Það var oft fjör og gaman hjá okkur á skrifstofunni og Engilbjört tók þátt í því öllu með sinni hlýju og notalegu framkomu, fallega brosi og yndilsega hlátri.
Ótal minningar koma upp í hugann þegar hugurinn reikar til þess tíma sem við störfuðum með Engilbjörtu og alltaf var hún tilbúin að taka þátt í skemmtunum sem við héldum og lagði sitt af mörkum við undirbúnin og annað, ávallt hress og kát. Einhverju sinni kom það upp á skrifstofunni að Engilbjört var kosin starfsmaður mánaðarins, meira í gríni en alvöru, mikið var grínast með þetta og ekki síst af henni sjálfri en þann titil átti hún og bar allan tímann okkar saman á skrifstofunni. Það sem einkenndi hana var hversu traust hún var, bæði í vinnu og á meðal vina.
Það er með mikilli sorg í hjarta sem við kveðjum okkar elskulegu Engilbjörtu.
Elsku Óli, Guðni og Kári, ykkar missir er mikill og sorgin ólýsanleg. Megi góður Guð veita ykkur styrk á þessum erfiða tíma.
Þú sofnað hefur síðasta blund
í sælli von um endurfund,
nú englar drottins undurhljótt
þér yfir vaki - sofðu rótt.
(Aðalbjörg Magnúsdóttir)
Blessuð sé minning Engilbjartar.
Vinir og samstarfsfélagar hjá Invicta,
Berglind, Hanna Björg, Karítas, Kjartan, Kristín, Pálína og Ragnheiður
Engilbjört hóf störf hjá Invicta árið 2011, en hún var fyrsti starfsmaður félagsins og var hún þá jafnframt að byrja á nýjum starfsvettvangi. Hún var fljót að tileinka sér góð vinnubrögð og leysti verkefni sem henni voru falin af stakri fagmennsku. Samstarfsfólk hennar sem og viðskiptavinir vissu að allt sem frá henni kom var vel unnið og áreiðanlegt.
Það var oft fjör og gaman hjá okkur á skrifstofunni og Engilbjört tók þátt í því öllu með sinni hlýju og notalegu framkomu, fallega brosi og yndilsega hlátri.
Ótal minningar koma upp í hugann þegar hugurinn reikar til þess tíma sem við störfuðum með Engilbjörtu og alltaf var hún tilbúin að taka þátt í skemmtunum sem við héldum og lagði sitt af mörkum við undirbúnin og annað, ávallt hress og kát. Einhverju sinni kom það upp á skrifstofunni að Engilbjört var kosin starfsmaður mánaðarins, meira í gríni en alvöru, mikið var grínast með þetta og ekki síst af henni sjálfri en þann titil átti hún og bar allan tímann okkar saman á skrifstofunni. Það sem einkenndi hana var hversu traust hún var, bæði í vinnu og á meðal vina.
Það er með mikilli sorg í hjarta sem við kveðjum okkar elskulegu Engilbjörtu.
Elsku Óli, Guðni og Kári, ykkar missir er mikill og sorgin ólýsanleg. Megi góður Guð veita ykkur styrk á þessum erfiða tíma.
Þú sofnað hefur síðasta blund
í sælli von um endurfund,
nú englar drottins undurhljótt
þér yfir vaki - sofðu rótt.
(Aðalbjörg Magnúsdóttir)
Blessuð sé minning Engilbjartar.
Vinir og samstarfsfélagar hjá Invicta,
Berglind, Hanna Björg, Karítas, Kjartan, Kristín, Pálína og Ragnheiður