Það hefur stórt skarð verið höggvið í okkar litla Verslóklúbb. Engill er fallinn frá. Við kynntumst Engilbjörtu þegar við hófum nám í sama bekk í Versló og já við kölluðum hana alltaf Engil.
Ein af fyrstu minningum úr bekknum eru af Engilbjörtu leiðrétta kennarana sem sífellt fóru rangt með nafnið hennar og þótti henni ekki mikið til þess koma. Við áttum góð fjögur ár saman í Versló, bekkurinn var líflegur og Engilbjört lét ekki sitt eftir liggja þar, alltaf hress, skemmtileg en jafnframt ákveðin og sterkur persónuleiki. Hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og var gjarnan með mikla leikræna tilburði sem krydduðu frásagnir hennar sem við sjáum svo ljóslifandi fyrir okkur í dag þegar við skrifum þessi orð.
Eftir útskrift okkar úr Versló lágu leiðir okkar í ýmsar áttir. Í gegnum árin hittumst við nokkrum sinnum stelpurnar úr bekknum þar sem gleðin var við völd. Alltaf var jafn skemmtilegt að rifja upp gamla tíma frá menntaskólaárunum sem oft á tíðum voru ansi skrautleg.
Það var þó ekki fyrr en á 25 ára útskriftarafmæli okkar frá Versló sem ákveðið var að núna skyldum við fara að hittast aftur reglulega og við það stóðum við svo sannarlega. Við áttum frábærar stundir síðustu ár þar sem við bekkjarsystur hittumst reglulega, bæði í heimahúsum og annars staðar þó að varla værum við húsum hæfar þar sem hlátrasköllin ómuðu við upprifjun á hinum ýmsu atvikum enda af nógu að taka. Eitt kvöld sem átti að vera eitt af þessum skemmtilegu kvöldum okkar saman fengum við tíðindin um skyndileg veikindi Engilbjartar. Allar sem höfðu boðað sig mættar nema Engilbjört, það fór að valda okkur áhyggjum því það var ólíkt henni að mæta ekki og láta ekki frá sér heyra. Því miður voru áhyggjur okkar ekki ástæðulausar og komumst þá að því að hún væri komin á spítala erlendis. Við vorum vissulega harmi slegnar en trúðum því þó allt til enda að hún myndi hafa betur í þessari baráttu.
Mikið óskaplega erum við þakklátar fyrir að hafa endurvakið kynnin og kynnst lífi hver annarrar í dag og fengið að njóta þessa tíma með okkar hláturmildu Engilbjörtu.
Minning hennar mun ávallt lifa í okkar hópi og ylja okkur um ókomna tíð.
Elsku Óli Teitur, synir, og aðrir ástvinir, ykkar missir er mikill. Megi Guð veita ykkur styrk og huggun í þessari miklu sorg.
Anna, Elísabet (Lizzý), Ragna Sigrún og Þórunn
Ein af fyrstu minningum úr bekknum eru af Engilbjörtu leiðrétta kennarana sem sífellt fóru rangt með nafnið hennar og þótti henni ekki mikið til þess koma. Við áttum góð fjögur ár saman í Versló, bekkurinn var líflegur og Engilbjört lét ekki sitt eftir liggja þar, alltaf hress, skemmtileg en jafnframt ákveðin og sterkur persónuleiki. Hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og var gjarnan með mikla leikræna tilburði sem krydduðu frásagnir hennar sem við sjáum svo ljóslifandi fyrir okkur í dag þegar við skrifum þessi orð.
Eftir útskrift okkar úr Versló lágu leiðir okkar í ýmsar áttir. Í gegnum árin hittumst við nokkrum sinnum stelpurnar úr bekknum þar sem gleðin var við völd. Alltaf var jafn skemmtilegt að rifja upp gamla tíma frá menntaskólaárunum sem oft á tíðum voru ansi skrautleg.
Það var þó ekki fyrr en á 25 ára útskriftarafmæli okkar frá Versló sem ákveðið var að núna skyldum við fara að hittast aftur reglulega og við það stóðum við svo sannarlega. Við áttum frábærar stundir síðustu ár þar sem við bekkjarsystur hittumst reglulega, bæði í heimahúsum og annars staðar þó að varla værum við húsum hæfar þar sem hlátrasköllin ómuðu við upprifjun á hinum ýmsu atvikum enda af nógu að taka. Eitt kvöld sem átti að vera eitt af þessum skemmtilegu kvöldum okkar saman fengum við tíðindin um skyndileg veikindi Engilbjartar. Allar sem höfðu boðað sig mættar nema Engilbjört, það fór að valda okkur áhyggjum því það var ólíkt henni að mæta ekki og láta ekki frá sér heyra. Því miður voru áhyggjur okkar ekki ástæðulausar og komumst þá að því að hún væri komin á spítala erlendis. Við vorum vissulega harmi slegnar en trúðum því þó allt til enda að hún myndi hafa betur í þessari baráttu.
Mikið óskaplega erum við þakklátar fyrir að hafa endurvakið kynnin og kynnst lífi hver annarrar í dag og fengið að njóta þessa tíma með okkar hláturmildu Engilbjörtu.
Minning hennar mun ávallt lifa í okkar hópi og ylja okkur um ókomna tíð.
Elsku Óli Teitur, synir, og aðrir ástvinir, ykkar missir er mikill. Megi Guð veita ykkur styrk og huggun í þessari miklu sorg.
Anna, Elísabet (Lizzý), Ragna Sigrún og Þórunn